Herrakvöld Keflavíkur
Herrakvöld Knattspyrndudeildar Keflavíkur verður haldið í Golfskálanum í Leiru á morgun eða föstudaginn 23. mars kl. 19:00. Ræðumaður kvöldsins verður Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi og annar maður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Veislustjóri verður Kjartan Már Kjartansson og Auðunn Blöndal mun sjá um sprellið. Á herrakvöldinu fer fram málverkauppboð og dýrindis matur verður borinn fram en leikmenn Bikarmeistaranna 2006 munu alfarið annast alla þjónustu þetta kvöld. Miðaverð er kr. 4.500 en nánari upplýsingar er hægt að fá í símum 861 2031 og 894 2806.