Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Herði Axel líkar lífið í Þýskalandi
Fimmtudagur 2. febrúar 2012 kl. 09:38

Herði Axel líkar lífið í Þýskalandi

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur látið til sín taka á körfuboltavellinum að undanförnu en kappinn samdi við lið í Þýskalandi nú í sumar og hefur honum gengið vel að aðlagast lífinu í Þýskalandi. Hann er næst stigahæstur í liði sínu Mitteldeutchland Basketball Club (oftast kallað MBC) sem er þessa stundina í efsta sæti í þýsku Pro A deildinni en liðið féll úr úrvalsdeild í fyrra.Hann býr í bænum Weissenfels ásamt unnustu sinni Hafdísi Hafsteinsdóttur en blaðamaður heyrði hljóðið í Herði og forvitnaðist um þýskan körfubolta og líf atvinnumannsins þar í landi.

Upphaflega stóð til að Hörður yrði vara leikstjórnandi hjá liðinu en hann var fljótur að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og hefur nú byrjað alla leikina nema fjóra. „Núna hef ég verið færður upp í skotbakvörðinn vegna meiðsla annara leikmanna, einnig hafa leikmenn sem stóðu ekki undir væntingum yfirgefið liðið. Þannig það má í raun segja að það gangi betur en við var búist af mér,“ segir Hörður sem er með 11,2 stig að meðaltali í leik, 3,8 stoðsendingar og 2,1 frákast og leikur að jafnaði 23,55 mínútur með MBC. Tölurnar hafa verið upp á við hjá Herði að undanförnu en hann hefur verið í miklu stuði upp á síðkastið.

Stefndi alltaf út í atvinnumennskuna

Hörður er með umboðsmann sem hefur unnið markvisst með honum síðasta ár, en Hörður hafði sett stefnuna á atvinnumennsku. Umboðsmaðurinn fann nokkur lið sem höfðu áhuga á Herði og þetta lið bauð honum út til að kíkja á aðstæður. „Það endaði síðan með því að mér leist það vel á klúbinn, og þeim á mig, að ég skrifaði undir samning meðan ég var enn úti á reynslu,“ segir Hörður en hann telur liðið vera býsna sterkt. „Samkvæmt fólki hérna erum við með mannskap sem myndi spjara sig ágætlega í efstu deild í Þýskalandi,“ en liðið stefnir hraðbyr þangað.

Nánara viðtal við Hörð má lesa í Víkurfréttum í dag, síða 1 - síða 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hafdís unnusta Harðar er hér hægra megin á myndinni en Helga systir hennar var nýlega í heimsókn hjá þeim í Þýskalandi.