Herbragð Blika dugði á Njarðvík
Breiðablik lagði Njarðvík 73:70 í mögnuðum leik í Smáranum í kvöld. Blikarnir voru yfir nær allan leikinn. Liðin mætast á ný á þriðjudaginn.Logi Gunnarsson gerði 26 stig fyrir Njarðvík og Kenneth Richards var með 24 stig. Umgjörð leiksins var frábær, ljósasýning og Rottweilerhundar voru herbragð Blika sem virkaði ásamt fullu húsi áhorfenda.