Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Herbalife íslandsmótið í Sprettþraut og fjölskylduþríþraut 3N
Föstudagur 30. ágúst 2013 kl. 19:14

Herbalife íslandsmótið í Sprettþraut og fjölskylduþríþraut 3N

N – Þríþrautardeild UMFN heldur sína þriðju formlegu þríþraut laugardaginn á morgun, 31. ágúst í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Keppt verður í sprettþraut og fjölskylduþríþraut liðakeppni.

Sprettþraut
- Sund 400 metrar
- Hjól 10 km
- Hlaup 2,5 km

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölskylduþríþraut
- Sund 200 metrar
- Hjól 5 km
- Hlaup 2 km

Sundið
Sundið fer fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í 50 metra laug. Brautirnar eru 6 og verða mest 5 manns á braut. Ef þátttakendur eru fleiri en 30 er gert ráð fyrir að ræst verði í tveimur lotum. Eftir sundið er hlaupið niður tröppur og út úr sundlaugarhúsinu að sunnanverðu þar sem komið er út á skiptisvæðið við fótboltavöllinn í Keflavík (Nettóvöllurinn).

Hjólið
Hjólaleiðin er 2,5 km hringur sem leiðir þátttakendur framhjá Vatnaveröld í hverjum hring. Farið er út frá skiptisvæði inn á Skólaveg, beygt til vinstri inn á Flugvallarveg og aftur vinstri inn á Hringbraut síðan vinstri inn á Skólaveg. Að lokum er beygt inn að Vatnaveröld (Sunnubraut) og farið inn á sama skiptisvæðið aftur.
Hjólaleiðin er nokkuð greið og ætti að vera hægt að ná góðum hraða á leiðinni. Ljúka þarf fjórum hringjum áður en snúið er inn á skiptisvæði.

Hlaupið
Í sprettþrautinni er hlaupið sömu leið og á hjólinu. Um er að ræða 2,5 km hring eins og lýst er hér að ofan. Endað er við Vatnaveröld.
Í fjölskylduþríþrautinni verður hlaupið 2 km leið og endað við marklínu við Vatnaveröld.

Skiptisvæði
Skiptisvæði verður sunnan við Vatnaveröld. Gæsla verður á svæðinu á keppnistímanum. Svæðið mun þjóna sem skiptisvæði fyrir T1 og T2 (skipting á milli sunds og hjóls er T1 og skipting á milli hjóls og hlaups kallast T2). Hjólarekkar verða á skiptisvæðinu. Þátttakendur er beðnir um að ganga snyrtilega um skiptisvæðið og hafa ekki óþarfa dót inni á svæðinu sem gæti flækst fyrir öðrum í hasarnum.
Athugið: Í fjölskylduþríþrautinni mega keppendur ekki leggja af stað í hjól eða hlaup nema liðsfélagi sé kominn inn á skiptisvæði og slái í lófa hins, áður en haldið er af stað í næsta kafla þrautarinnar.

Tímataka
Notast verður við tímatökukerfi með flögum. Flögur verða afhentar á staðnum með keppnisgögnum. Gæta þarf að flaga og keppnisnúmer sé á sínum stað. Engin flaga, enginn tími. Í fjölskylduþraut er ein flaga á lið og þurfa liðsfélagar að skiptast á flögu.

Dagskrá
Sprettþrautin verður ræst kl. 10:00. Mæting kl. 8:00, hjólaskoðun fer fram milli 8:00 og 9:00. Fundur með keppendum kl. 9:00 og ræst kl. 10:00.
Fjölskylduþríþrautin verður ræst kl. 14:00. Mæting kl. 12:00 og fundur með keppendum kl. 13:00.

Skráning og praktískar upplýsingar
Forskráningu lýkur fimmtudaginn 29. ágúst kl. 18:00. Athugið að ekki verður hægt að skrá sig á staðnum! Eingöngu hér á heimasíðu 3N. Hámarksfjöldi keppenda er 60 manns í sprettþrautinni og 30 lið (þrír geta verið í liði) í fjölskylduþríþrautinni.

Þátttökugjöld í SPRETTÞRAUT eru kr. 3.000
Þátttökugjöld í FJÖLSKYLDUÞRÍÞRAUT eru kr. 3.000

Greiðsla þarf að berast með millifærslu fyrir mót á reikningsnúmer: 0142-26-5333, kt. 430311-1070 og vinsamlegast sendið kvittun á netfangið [email protected]

Í sprettþrautinni er keppt í eftirfarandi aldursflokkum: 16-39, 40-49 og 50 ára og eldri. Verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í hverjum flokki karla og kvenna. Þátttökuverðlaun verða veitt í fjölskylduþrautinni.

Hjálmaskylda er í mótinu. Aldurstakmark er 16 ár í sprettþrautinni en ekkert í fjölskylduþrautinni. Þátttakendur keppa á eigin ábyrgð. Þátttakendur þurfa að hafa númer ávallt sýnileg.