Hérastubbur styrkir sunddeild UMFG
Bakaríið Hérastubbur í Grindavík færði sunddeild bæjarfélagsins í gær stafræna klukku að gjöf sem mun gagnast deildinni vel til æfinga- og keppnishalds.
Á heimasíðu UMFG segir að þessi gjöf muni breyta öllu umhverfi til æfinga hjá sunddeildinni til mikilla muna.
Mynd: www.umfg.is – Magnús Már Jakobsson yfirþjálfari sunddeildar UMFG, til vinstri, tekur við gjöfinni frá forsvarsmönnum Hérastubbs.