Hér verður úrvalsdeildarleikur eftir þrjár vikur
Grindavík tekur á móti ÍBV í æfingaleik þann 22. apríl nk. á knattspyrnuvellinum sínum á Grindavíkurvelli en hann er snævi þakinn eftir að snjónum kyngdi niður á annan í páskum og daginn eftir. Víkurfréttir höfðu samband við Bergstein Ólaf Ólafsson, vallarstjóra Grindavíkurvallar en hann segir að það verði leikið á vellinum, sama hvort það verði snjór á honum eður ei. „Áður en það snjóaði núna um daginn, þá var nýfarið frost úr vellinum, ég vonast bara til þess að það fari ekki frost ofan í jörðina aftur.“ Bergsteinn segir einnig að grasið verði örugglega ekki orðið grænt fyrir fyrsta leik, en það verði engu að síður leikið á því. Fyrsti leikur Grindavíkur í Pepsi- deildinni í knattspyrnu er gegn FH þann 28. apríl.