Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hér er leikurinn sem allir eru að tala um
Þriðjudagur 8. nóvember 2016 kl. 15:43

Hér er leikurinn sem allir eru að tala um

- Upptaka í HD frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur

Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur í Maltbikarnum var skemmtun og spenna frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Sjónvarp Víkurfrétta sendi leikinn út í beinni útsendingu í gærkvöldi á Youtube-rás Víkurfrétta. Þar sem tónlist sem var spiluð í íþróttahúsinu í Keflavík braut gegn höfundarrétti þá lokaði Youtube fyrir hljóðrásina á útsendingunni þannig að ekki var hægt að horfa á endursýningu með hljóði. Nú höfum við hlaðið leiknum inn á rásina okkar að nýju og tryggt að engin tónlist heyrist.

Hér að neðan má því horfa á leikinn og hlusta á þá Eyþór Sæmundsson og Fal Harðarson lýsa því sem fyrir augu bar. Útsendingin okkar í gærkvöldi var frumraun okkar í útsendingu á íþróttakappleik á netinu. Vonandi verður framhald á svona útsendingum í vetur.

Upptaka frá leiknum. Smellið á HD til að njóta í fullum gæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024