Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hélt að landsliðskallið væri grín
Fimmtudagur 10. desember 2015 kl. 09:41

Hélt að landsliðskallið væri grín

-Keflvíkingurinn Elías Már um atvinnumennskuna, landsliðið og framtíðardrauma

Hinn tvítugi Elías Már Ómarsson hefur sannarlega átt viðburðaríkt ár. Hann var að ljúka sínu fyrsta ári í atvinnumennsku í fótbolta. Hann heldur til í rólegu hverfi í útjaðri Osló á milli þess sem hann spilar fótbolta með einu stærsta félagi Noregs, Vålerenga. Keflvíkingurinn tvítugi er einn efnilegasti sóknarmaður Íslendinga um þessar mundir.

Elías er jarðbundinn og metnaðarfullur. Þrátt fyrir að hafa smá fé á milli handanna þá lét hann sér nægja að kaupa reiðhjól til þess að koma sér til og frá æfingum í Noregi. Það er ekki að sjá að þarna fari atvinnu - og landsliðsmaður í knattspyrnu. Pilturinn virðist pollrólegur yfir þessu öllu saman. Elías hefur alltaf haft gríðarlega hæfileika en þó hefur hann ýmislegt að sanna. Í yngri landsliðum var hann aldrei fastamaður eða í byrjunarliði. Það var ekki fyrr en hann vann sér inn sæti í 21 árs landsliðinu að hann varð lykilmaður. Það skilaði sér heldur betur en Elías hefur nú verið valinn tvívegis í A-landsliðið og fengið þar tækifæri í þremur leikjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég var ekkert að átta mig á þessu. Ég bjóst kannski við því að vinna mig inn í A-landsliðið eftir svona fimm ár. Ég hélt reyndar fyrst að þetta væri grín. Ég var nýkominn af æfingu þegar ég fæ skilaboð á Facebook frá ljósmyndara landsliðsins, þar sem hann spyr hvort ég sé ekki að fara með liðinu til Flórída. Ég vissi ekkert. Ég fékk svo bara hringingu daginn eftir þar sem mér er boðið í hópinn. Þetta kom mjög á óvart.“

Ítarlegt viðtal við Elías er í Víkurfréttum sem koma út í dag.