Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helgi Jónas þakklátur fyrir móttökur á Metabolic
Fimmtudagur 13. október 2011 kl. 10:30

Helgi Jónas þakklátur fyrir móttökur á Metabolic

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Ég gat ómögulega vitað hverjar viðtökur Metabolic tímanna yrðu en verð að segja að þær hafa farið fram úr öllum vonum“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, styrktar- og körfuknattleiksþjálfari sem hannaði Metabolic hópaþrektíma sem hafa notið gífurlegra vinsælda.

Hvar eruð þið að kenna Metabolic?

Við erum með námskeið í Grindavík og á Ásbrú. Ákjósanlegasta aðstaðan fyrir tímana eru stórir og opnir salir en tímarnir byggja uppá markvissri stöðvaþjálfun þar sem áherslan er ýmist á fitubrennslu, styrk, kraft eða úthald. Við erum einnig að bjóða uppá Metabolic á Akureyri í samstafi við Davíð Kristinsson í Heilsuræktinni og erum að skoða fleiri staði svo þetta hefur aldeilis undið uppá sig.

Er fólk að ná árangri í þessu?

Það er kannski helst að spyrja fólkið sjálft en ég hef fengið sendar frábærar umsagnir frá þátttakendum m.a. frá Óla Þór Magnússyni og Önnu Siggu Jóhanns. þar sem þau segja:

Við hjónin skráðum okkur á 6 vikna námskeið í Metabolic á ásbrú í ágúst s.l. Við vissum í raun ekki hvað við værum að fara út í þegar við skráðum okkur, en langaði bæði að prófa nýja líkamsrækt og geta æft saman. Við höfum að jafnaði mætt 4x í viku í Metabolic, oftast í hádeginu og árangurinn af námskeiðinu hefur farið langt fram úr okkar væntingum, þyngd á leiðinni niður, þol aukist og skrokkurinn allur að styrkjast. Við hjónin höfum verið dugleg að mæla með námskeiðinu og munum bæði skrá okkur á næstu námskeið.

Verður áframhald á þessu hér í Reykjanesbæ?

Núna erum við að byrja með nýtt námskeið á Ásbrú n.k. mánudag og við ætlum að vera svo frakkir að skuldbinda okkur til að kenna Metabolic fram í maí. Núna erum við því að bjóða þátttakendum uppá að kaupa sér áskrift af Metabolic í allt að 6 mánuði og greiða mánaðarlega frá 8.990 krónum. En það er líka í boði að kaupa sér 6 vikur eða 3ja mánaða áskrift.

Svo bættum við líka við núna möguleika á að kaupa sér LÚXUS námskeið og LÚXUS áskrift en við finnum að margir vilja meira aðhald og lúxus þátttakendur fá þá yfirferð á matardagbók, fitu- og ummálsmælingu, hreyfigreiningu og líkamsstöðumælingu með leiðréttingaræfingum og einstaklingsviðtal með þjálfara þar sem farið er yfir markmiðssetningu og fleira.

Allar upplýsingar um Metabolic námskeiðið er að finna hér

Þeir sem vilja skrá sig eða prófa geta haft samband við okkur á [email protected]. Það er frjálst að mæta og prófa á Ásbrú í hádeginu á morgun og kl 10 á laugardaginn.

Myndin: Helgi Jónas og Sævar Borgars, Metabolickennarar á Ásbrú