Helgi Jónas aðstoðar nýjan landsliðsþjálfara
Grindvíkingurinn Helgi Jónas Guðfinnsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari í nýju landsliðsþjálfarateymi Íslands í körfuknattleik en Svíinn Peter Öqvist hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari liðsins til ársins 2013. Helgi er núverandi þjálfari Gringvíkinga og auk þess þaulreyndur atvinnumaður og fyrrum landsliðsmaður.
Í tilkynningu frá KKÍ segir um ráðningu Helga: „Helgi Jónas kemur með víðtæka þekkingu sem fyrrverandi landsliðsmaður, atvinnumaður og þjálfari úr efstu deild. Einnig mun þekking og reynsla Helga á styrktar og hraðaþjálfun nýtast leikmönnum og liðinu.“ Landsliðið mun innan skamms hefja undirbúning undir Norðurlandamót A-landsliða sem fram fer í Svíðþjóð dagana 23. - 28. júní nú í sumar.
[email protected]