Helgi Hólm Norðurlandameistari í hástökki 75-79 ára
Þrír íslenskir keppendur tóku þátt í Norðurlandamóti eldri iðkenda innanhúss sem fram fór í Huddinge í Svíþjóð um helgina. Helgi Hólm sigraði í hástökki í flokki 75-79 ára. Hann stökk yfir 1,34 m, og bætti með því eigið Íslandsmet í aldursflokknum um 9 cm.
Helgi keppti einnig í kúluvarpi og varð fjórði er hann kastaði kúlunni 9,05 m.
Jón S. Ólafsson sigraði einnig í sinni grein, þ.e. stangarstökki, í flokki karla 60-64 ára en hann stökk yfir 3,10 m.
Anna Rappich vann silfurverðlaun í langstökki og bronsverðlaun í 60 m hlaupi í flokki kvenna 50-54 ára. Í langstökkinu stökk hún 4,29 m og hún hljóp 60 m á 8,85 sek.