Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Helgi Dan og Svanhvít klúbbmeistarar GG
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 12. ágúst 2024 kl. 10:36

Helgi Dan og Svanhvít klúbbmeistarar GG

Golfklúbbur Grindavíkur (GG) hélt sitt árlega meistaramót í síðustu viku, nokkru síðar en venjulega en mótinu var frestað í júlí vegna óhagstæðrar veðurspár. Þá átti að spila fjóra daga eins og venjulega en í ár var ákveðið að stytta mótið í þrjá daga og var leikið miðvikudag til föstudags og endaði mótið með glæsilegu lokahófi. Það voru þau Helgi Dan Steinsson og Svanhvít Helga Hammer sem urðu klúbbmeistarar.

Helgi Dan er jafnframt framkvæmdastjóri GG.

„Mótið tókst einstaklega vel og var leikið við frábær skilyrði á Húsatóftavelli sem hefur sjaldan litið eins vel út. Það blés aðeins á kylfinga á fyrsta og þriðja degi en það er ekkert sem grindvískir kylfingar kannast ekki við. Þar sem flestir klúbbmeðlima búa ekki í Grindavík var ákveðið að ræsa út af öllum teigum klukkan tvö á lokadegi og hafa lokahóf strax í kjölfarið og beið veislumatur frá Soho-veisluþjónustu soltinna kylfinga strax að leik loknum. Við vissum ekki hversu margir myndu skrá sig í meistaramótið og fór þátttakan langt fram úr okkar væntingum. Mjög góður andi var á meðal grindvískra kylfinga eins og vera ber og er gott hljóð í okkur upp á framhaldið,“ sagði Helgi að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Allir verðlaunahafarnir.