Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helgi Arnarson tekur við Njarðvíkingum
Þriðjudagur 30. október 2007 kl. 09:02

Helgi Arnarson tekur við Njarðvíkingum

Helgi Arnarson hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu en hann tekur við af nafna sínum Bogasyni sem sagði starfi sínu lausu að lokinni síðustu leiktíð eftir sjö ára veru hjá félaginu. Helgi Arnarson mun einnig hafa yfirumsjón með 2. flokki félagsins.

 

Helgi Arnarson var aðstoðarmaður hjá Helga Bogasyni í sumar en hann er 40 ára að aldri og er með KSÍ A gráðu þjálfararéttindi. Helgi er öllum hnútum kunnugur í Njarðvík þar sem hann þjálfaði meistaraflokk félagsins á árunum 1996-98 en hann starfar nú sem skólastjóri í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði þar sem hann er búsettur.

 

Þá eru nokkur tíðindi af leikmannamálum Njarðvíkinga þar sem þeir Eyþór Atli Einarsson og Haukur Ólafsson hafa haldið aftur til sinna félaga þar sem þeir voru í láni hjá grænum. Varnarjaxlinn Snorri Már Jónsson er líkast til hættur knattspyrnuiðkun og verður skarð hans vandfyllt í Njarðvíkurliðinu.

 

Mynd: www.umfn.is Þórður Karlsson formaður KSD Njarðvíkur býður Helga Arnarson velkominn til starfa sem þjálfara Njarðvíkurliðsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024