Helgi, Örn og Guðmundur í eldlínunni!
Landsliðskylfingarnir úr Golfklúbbi Suðurnesja, þeir Örn Ævar Hjartarson og Helgi Þórisson og efsti maðurinn á Toyota mótaröðinni, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, verða í eldlínunni næstu fjóra daga þegar þeir taka þátt í Íslandsmótinu í golfi í Grafarholti.
Þeim er öllum spáð meðal tíu efstu og Erni er spáð 3. sæti. Björgvini Sigurbergssyni er spáð sigri en hann og Örn Ævar háðu mikið einvígi fyrir tveimur árum í Hafnarfirði. Þeir þremenningar hafa leikið vel að undanförnu og eru til alls líklegir í Grafarholtinu um helgina.
Þeim er öllum spáð meðal tíu efstu og Erni er spáð 3. sæti. Björgvini Sigurbergssyni er spáð sigri en hann og Örn Ævar háðu mikið einvígi fyrir tveimur árum í Hafnarfirði. Þeir þremenningar hafa leikið vel að undanförnu og eru til alls líklegir í Grafarholtinu um helgina.