Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 9. ágúst 2001 kl. 11:10

Helgi, Örn og Guðmundur í eldlínunni!

Landsliðskylfingarnir úr Golfklúbbi Suðurnesja, þeir Örn Ævar Hjartarson og Helgi Þórisson og efsti maðurinn á Toyota mótaröðinni, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, verða í eldlínunni næstu fjóra daga þegar þeir taka þátt í Íslandsmótinu í golfi í Grafarholti.
Þeim er öllum spáð meðal tíu efstu og Erni er spáð 3. sæti. Björgvini Sigurbergssyni er spáð sigri en hann og Örn Ævar háðu mikið einvígi fyrir tveimur árum í Hafnarfirði. Þeir þremenningar hafa leikið vel að undanförnu og eru til alls líklegir í Grafarholtinu um helgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024