Helga Sigrún sló upphafshöggið
Þann 4. maí síðastliðinn stóð félag ungra Framsóknarmanna í Grindavík í samstarfi við Kalda að golfmót á Húsatóftarvelli. Helga Sigrún Harðardóttir frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi setti mótið og sló upphafshöggið.
Leiknar voru gömlu 9 holurnar og voru það feðgarnir Pálmi Ingólfsson og Skúli Pálmason sem enduðu jafnir í 1. - 2. sæti. Jafnir í 3. - 4. sæti voru þeir Jósef Ólafsson og Guðjón Einarsson, vallarstjóri á Húsatóftarvelli. Kaldi og Framsókn gáfu verðlaun í mótið og fengu þessir aðilar m.a. þau verðlaun að vera ævifélagar í Framsóknarfélagi Grindavíkur.
Næstur holu á 9. holu var Skúli Pálmason en hann var ekki nema 252cm frá holu eftir teighöggið.