Helga Jara er upprennandi körfuboltasnillingur í Grindavík
Nafn: Helga Jara Bjarnadóttir
Aldur: Tólf ára
Skóli: Grunnskóli Grindavíkur
Hvað ertu búin að æfa körfubolta lengi?
Sjö ár.
Hvað finnst þér skemmtilegast við körfubolta?
Spila hann.
Hefurðu eignast marga vini í körfuboltanum?
Já.
Hverjir eru bestu leikmenn Grindavíkur karla og kvenna?
Það eru margir en Ivan, Naor og Travis eru góðir og í kvenna eru Robby og Hekla en Sædís er besti þjálfarinn.
Hver er bestur í heimi?
Lebron [James, NBA: L.A. Lakers]