Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 4. apríl 2002 kl. 13:30

Helga Dagný Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari í 3. þrepi í almennum fimleikum

Aquafresh Íslandsmótið var haldið 9.-10. febrúar í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. 18 stúlkur frá fimleikadeildinni í Keflavík tóku þátt. Helga Dagný Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í almennum fimleikum og þar með fyrsti Íslandsmeistari fimleikadeildar Keflavíkur 2002.Í 2. þrepi 15 ára og eldri varð Linda B. Ólafsdóttir í 2. sæti í stökki. Í 2. þrepi 13-14 ára varð Elísabet G. Björsdóttir í 2. sæti í stökki. Í 2. þrepi 10-12 ára varð María Skagfjörð Illugadóttir í 1. sæti á gólfi, 2. sæti á dýnu, 3. sæti í stökki og í 3. sæti samanlagt.
Í 3. þrepi 15 ára og eldri varð Lilja Árnadóttir í 1. sæti í stökki og 2. sæti samanlagt. Íris Ósk Árnadóttir varð í 2. sæti á tramp., 2. sæti á gólfi, 2. sæti í stökki, 3. sæti á dýnu og í 1. sæti samanlagt. Í 3. þrepi 13-14 ára varð Helga Dagný Sigurjónssdóttir í 1. sæti í stökki, 1. sæti á gólfi, 2. sæti á dýnu og í 1. sæti samanlagt.
Stúlkurnar komust svo áfram á Íslandsmót í þrepum og stóðu sig mjög vel þar sem Helga Dagný sigraði í 3. þrepi, 13-14 ára og varð þar með fyrsti Íslandsmeistarinn hjá fimleikadeild Keflavíkur 2002.

Helgina áður, 2.-3. febrúar sl., var Gymnova mót í þrepum haldið í Gerpluhúsinu þar sem 9 stúlkur frá Keflavík tóku þátt og stóðu sig vel. Í 3. þrepi 13 ára og eldri varð Eva B. Magnúsdóttir í 2. sæti á tvíslá. Í 4. þrepi 13 ára og eldri varð Vigdís Eygló Einarssdóttir í 3. sæti á slá, 2. sæti á gólfi og í 2. sæti samanlagt. Í 5. þrepi 12 ára og eldri varð Ása Sigurðardóttir í 1. sæti í stökki, 3. sæti á tvíslá, 3. sæti á slá, 2. sæti á gólfi og í 1. sæti samanlagt.

Aquafresh unglingamót í hópfimleikum var svo haldið 3. mars í Gróttuhúsinu þar sem tveir hópar frá Keflavík tóku þátt, yngri- og miðhópur. Báðir hóparnir stóðu sig vel en miðhópurinn varð í 3. sæti og komust inn á Íslandsmót sem verður haldið á næstunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024