Helena Rós Gunnarsdóttir innanfélagsmeistari Keflavíkur
Innanfélagsmót Fimleikadeildar Keflavíkur var haldið helgina 11.–12. febrúar í Íþróttaakademíunni. Mótið tókst vel í alla staði og keppendur stóðu sig með stakri prýði. Helena Rós Gunnarsdóttir hlaut titilinn að þessu sinni en hún keppti í 3. Þrepi.
Hópfimleikakrakkarnir byrjuðu keppni á föstudeginum. Þar voru keppendur frá aldrinum 9 – 24 ára, bæði byrjendur og þeir sem hafa mikla keppnisreynslu. Mótið var keyrslumót, þar sem keppendur gera æfingar eins og um keppni sé að ræða en fá ekki dómgæslu, þar sem getumunur á milli hópa er gríðarlega mikill. Eftir keyrslumótið var svokallað stökkmót og sýndu keppendur erfiðustu stökkin sem þeir geta framkvæmt.
Á laugardeginum var mikið fjör þar sem 5 ára stelpur og drengir byrjuðu daginn snemma. Þegar byrjendurnir voru búnir tók örlítið meiri alvara við, þar sem keppt var í ponsuæfingum en það eru stúlkur á aldrinum 6 – 9 ára. Ekki er keppt til verðlauna þar og fengu því allir keppendur þátttökuverðlaun. Eftir hádegi byrjaði alvaran og kepptu þar stúlkur sem keppa eftir íslenska fimleikastiganum. Keppt var í 3. – 5. þrepi og einnig 5. þrepi B.
Fleiri myndir frá mótinu er hægt að skoða á ljósmyndavef Víkurfrétta með því að smella hér.
Eftirfarandi eru úrslit í íslenska fimleikastiganum:
5. þrep B
1. sæti Eva María Davíðsdóttir
2. sæti Lovísa Andrésdóttir
3. sæti Laufey Ingadóttir
5. þrep
1. sæti – Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir
2. sæti – Sólrún Líf Kristbjörnsdóttir
3. sæti – Brynja Ósk Guðlaugsdóttir
4. þrep
1. sæti - Ingunn Eva Júlíusdóttir
2. sæti – Alísa Rún Andrésdóttir
3. sæti – Aðalheiður Lind Björnsdóttir
3. þrep
1. sæti – Helena Rós Gunnarsdóttir
2. sæti – Lilja Björk Ólafsdóttir
3. sæti – Rakel Halldórsdóttir
Ljósmyndir: Siggi Jóns
Helena Rós Gunnarsdóttir varð innanfélagsmeistari Keflavíkur.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar veitti keppendum verðlaunin.