Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helena Ósk fékk styrk frá ÍSÍ
Þriðjudagur 14. júní 2005 kl. 20:30

Helena Ósk fékk styrk frá ÍSÍ

Hinni ungu og efnilegu sundkonu ÍRB, henni Helenu Ósk Ívarsdóttur, var í gær úthlutað styrk frá ÍSÍ úr sjóðnum Ungir og Efnilegir. Styrkupphæðin nemur 150.000- kr. og kemur vonandi til með að nýtast henni vel og hvetja hana til áframhaldandi afreka í sundlauginni.

Helena Ósk keppti fyrir skemmstu á Smáþjóðaleikunum þar sem hún náði stórgóðum árangri. Framundan hjá henni í sumar er keppni á Evrópumeistaramóti unglinga þar sem stefnan er sett á að gera góða hluti. Fyrr í vetur hlutu þau Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir styrk úr sama sjóði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024