Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helena náði bronsi á NMU
Mánudagur 5. desember 2005 kl. 11:07

Helena náði bronsi á NMU

Sundkonan Helena Ósk Ívarsdóttir vann til bronsverðlauna í 200m bringusundi á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fór í Laugardalslaug um síðastliðna helgi.

Guðni Emilsson náði einnig góðum árangri í 200m bringusundi þegar hann hafnaði í 4. sæti aðeins 5/100 frá verðlaunasæti. Sundmenn ÍRB þau Marín Hrund Jónsdóttir, Guðni Emilsson, Hafdís Ósk Pétursdóttir og Helena Ósk Ívarsdóttir stóðu sig vel á mótinu og voru að synda alveg við sína bestu tíma eða að bæta sig.

Íslenska unglingalandsliðið vann til þrennra verðlauna á mótinu og ein af þeim féllu í skaut sundmanns ÍRB eins og fram hefur komið. Líkt og undanfarin ár þá hafa sundmenn ÍRB ávallt verið fremst í flokki í baráttu um verðlaun á þessu móti.

VF-mynd/Steindór Gunnarsson: Helena Ósk
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024