Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Held að við höfum sokkað ansi marga
Andri og félagar hans í Grindavík fögnuðu vel í leikslok. VF-myndir/Benóný Þórhallsson.
Laugardagur 30. september 2017 kl. 18:38

Held að við höfum sokkað ansi marga

- segir Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason sem jafnaði markametið

Grindavíkurframherjinn Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í Pepsi-deild þegar Grindvíkingar sigruðu Fjölni 2-1 í lokaumferð deildarinnar á Grindavíkurvelli í dag. „Það er mjög erfitt, en ég get aðallega sagt að þetta hafi verið léttir,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, framherji Grindavíkur við Fótbolta.net um sigurmarkið sem hann skoraði gegn Fjölni í dag. Mark Andra var hanas nítjánda í sumar og jafnaði hann markamet Péturs Péturssonar, Guðmundar Torfasonar, Þórðar Guðjónssonar og Tryggva Guðmundssonar.

Andri Rúnar misnotaði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og hefði hann því getað bætt metið í dag. Andri Rúnar skaut í stöngina úr vítaspyrnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar enduðu í 6. sæti deildarinnar með 28 stig.

Benóný Þórhallsson tók flotta ljósmyndasyrpu af markakónginum í leiknum í dag og sjá má syrpuna hér með fréttinni.

Fotbolti.net ræddi við markakónginn eftir leikinn:

Fyrir tímabilið bjóst enginn við neinu frá Grindavík. Flestir, ef ekki allir spáðu liðinu falli en liðið hefur komið mikið á óvart í sumar og endar í fimmta sæti deildarinnar.

„Þetta var geðveikt. Ég held að við höfum sokkað ansi marga."

Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið og hefur hann ekki farið leynt með það að hann ætli að reyna fyrir sér úti. Ef ekki, þá verður hann hér á Íslandi.

„Stefnan mín er bara að komast út. Ég vona bara að það heppnist."

Andri Rúnar klúðraði þremur vítaspyrnum í sumar og hefði því hæglega getað slegið þetta markamet. Hann segir þó að vítaspyrnunar munu ekki svíða seinna meir.

„Nei ég verð búinn að gleyma þeim í kvöld."



Andri Rúnar fékk Adidas gullskóinn.

 

Andri markakóngur