Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hekla Eik og Matthías Örn eru íþróttafólk Grindavíkur 2021
Fimmtudagur 6. janúar 2022 kl. 08:34

Hekla Eik og Matthías Örn eru íþróttafólk Grindavíkur 2021

Pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson og körfuknattleikskonan Hekla Eik Nökkvadóttir voru útnefnd íþróttakarl og íþróttakona Grindavíkur árið 2021. A lið Pílufélags Grindavíkur var útnefnt lið Grindavíkur 2021 og körfuknattleiksþjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Grindavíkur 2021.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Matthías Örn Friðriksson, íþróttakarl Grindavíkur 2021

Matthías Örn Friðriksson varð á árinu íslandsmeistari í pílukasti (501), cricket á árinu og liðakeppni á árinu. Þá sigraði hann þrjú stigamót ÍPS á árinu og varð Grindavíkurmeistari. Matthías er efstur á stigalista Íslenska pílukastsambandsins. Hann er góð fyrirmynd, reykir hhvorki né drekkur og leggur sitt af mörkum til að stækka píluíþróttina á Íslandi. 

Matthías Örn fékk 67 atkvæði af 100 mögulegum í kjörinu.

Hekla Eik Nökkvadóttir, íþróttakona Grindavíkur 2021

Hekla Eik var valin besti ungi leikmaður 1. deildar kvenna á síðasta tímabili, valin í úrvalslið 1. deildar kvenna og valin í U18 ára landslið Íslands. Þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul er hún í stóru hlutverki í liði mfl. kvenna og spilaði lykilhlutverk þegar liðið fagnaði sigri í úrslitakeppni 1. deildar kvenna sl. sumar.  Hún leggur hart að sér, æfir mikið aukalega og færir fórnir til að verða betri í sinni íþrótt. Hún er frábær fyrirmynd fyrir liðsfélaga sína og einnig yngri iðkendur. 

Hekla fékk 94 atkvæði af 100 mögulegum í kjörinu. 

A lið Pílufélags Grindavíkur, lið Grindavíkur 2021

A lið Pílufélags Grindavíkur varð Íslandsmeistari félagsliða í ár, en keppnin fór fram í fyrsta sinn að lokinni deildarkeppni. Liðið skipuðu þeir Björn Steinar Brynjólfsson, Hörður Þór Gunnarsson, Matthías Örn Friðriksson , Páll Árni Pétursson og Pétur Rúðrik Guðmundsson. Leikmenn liðsins eru allir öflugir pílukastarar sem hafa unnið fjöldan allan af íslandsmeistaratitlum í bæði einmenning sem og tvímenning.

Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Grindavíkur 2021

Ólöf Helga Pálsdóttir stýrði ungu og reynslulitlu liði mfl. kvenna til sigurs í úrslitakeppni 1. deildar kvenna sl. sumar. Liðið, sem bjó yfir frábærri liðsheild, bætti sig mikið á tímabilinu undir hennar stjórn. Liðið endaði í þriðja sæti í deildarkeppninni en bar sigur úr býtum í úrslitakeppni deildarinnar. Þar hafðið liðið lent 2-0 undir i úrslitaeinvíginu en undir stjórn Ólafar Helgu átti liðið ótrúlega endurkomu. Árangur liðsins mun verða lengi í minnum hafður í sögu körfuknattleiksdeildar UMFG.


Um valið

Allar deildir UMFG sem og íþróttafélög með samstarfssamning við Grindavíkurbæ áttu kost á því að tilnefna íþróttafólk, lið og þjálfara úr sínum röðum. 

Kjörið fór þannig fram að valnefnd sem samanstendur af tíu einstaklingum, þ.e. aðalstjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar fær kjörseðla í hendur. Hver fulltrúi í valnefnd greiddi þremur konum og þremur körlum atkvæði sitt með þeim hætti að sá sem settur var í efsta sæti fékk 10 stig, sá sem settur var í annað sæti 7 stig og sá í þriðja sæti 5 stig. Tíu greiddu atkvæði og mest var því hægt að fá 100 stig. 


Íþróttafólk Grindavíkur - tilnefningar

Sex íþróttakarlar og fimm íþróttakonur voru tilnefnd sem íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2021. Þá voru tveir þjálfarar og fjögur lið tilnefnd sem þjálfari og lið Grindavíkur. 

Allar deildir UMFG sem og íþróttafélög með samstarfssamning við Grindavíkurbæ áttu kost á því að tilnefna íþróttafólk, lið og þjálfara úr sínum röðum. Lesa má um þau sem tilnefnd voru hér að neðan en eins og sjá má er mikil gróska í íþróttalífi Grindvíkinga um þessar mundir.

Valnefnd samanstendur af fimm fulltrúum úr frístunda- og menningarnefnd og fimm úr aðalstjórn UMFG. Fram fer leynileg kosning að loknum kynningarfundi með forsvarsfólki þeirra félaga og deilda sem tilnefndu einstaklinga, lið eða þjálfara í kjörinu. 

Árdís Sif Guðjónsdóttir, pílukona Grindavíkur 2021

Árdís Sif keppti til undanúrslita á Íslandsmótinu í 501 og varð Grindavíkurmeistari í ár. Er efst Grindvíkinga á  stigalista Íslenska pílukastssambandsins.

Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikskona Grindavíkur 2021

Hekla Eik var valin besti ungi leikmaður 1. deildar kvenna á síðasta tímabili og valin í U18 ára landslið Íslands. Hún er lykilleikmaður í liði mfl. kvenna sem fagnaði sigri í úrslitakeppni 1. deildar sl. sumar.

Helgi Dan Steinsson, karlkylfingur Grindavíkur 2021

Helgi Dan er klúbbmeistari Golfklúbbs Grindavíkur í ár. Hann sigraði í öllum mótum sem hann tók þátt í á vegum GG sumarið 2021 og tvíbætti vallarmetið á Hústóftavelli. Helgi er með +2,4 í forgjöf.

Jóhann Dagur Bjarnason, hjólreiðakarl Grindavíkur 2021

Jóhann Dagur keppti á U6 mótinu í Svíþjóð var valinn til að keppa á Evrópumótinu í hjólreiðum fyrir Íslands hönd. Hann sigraði Mývatnshringinn og keppti á flestum götuhjólamótum sumarsins með góðum árangri.

Kristinn Pálsson, körfuknattleikskarl Grindavíkur 2021

Kristinn leikur stórt hlutverk í liði mfl. karla og var valinn í íslenska landsliðið á árinu. Hann leiddi liðið áfram eftir að liðið lenti í vandræðum vegna meiðsla.

Kristín Anítudóttir McMilan, knattspyrnukona Grindavíkur 2021

Kristín er lykilleikmaður í mfl. kvenna sem hélt sæti sínu í 1. deild sl. sumar. Hún stýrði varnarleik liðsins og lék alla 18 leiki liðsins í deildinni. Kristín tók við fyrirliðabandinu um mitt sumar.

Matthías Örn Friðriksson, pílukarl Grindavíkur 2021

Matthías Örn varð íslandsmeistari í pílukasti (501), cricket á árinu og liðakeppni á árinu. Þá sigraði hann þrjú stigamót ÍPS á árinu, varð Grindavíkurmeistari og er efstur á stigalista Íslenska pílukastsambandsins.

Rúrik Hreinsson, karlknapi Grindavíkur 2021

Rúrik keppti með góðum árangri í Áhugamannadeild Equsana og var lykilmaður í sínu liði. Hann hefur á árinu lagt sig fram um að byggja upp hestaíþróttina í Grindavík.

Sigurður Bjartur Hallson, knattspyrnukarl Grindavíkur 2021

Sigurður Bjartur leiddi sóknarleik mfl. karla í ár og var lykilmaður í liðinu. Hann varð næstmarkahæstur í 1. deild karla í sumar.

Svanhvít Helga Hammer, kvenkylfingur Grindavíkur 2021

Svanhvít Helga er klúbbmeistari Golfklúbbs Grindavíkur í ár. Alls hefur hún unnið tiltilinn sex sinnum frá árinu 2011. Hún er með 15,9 í forgjöf.

Sylvía Sól Magnúsdóttir, kvenknapi Grindavíkur 2021

Sylvía Sól komst í úrslit á öllum þeim mótum sem hún keppti á í ár. Hún keppti á sínu síðasta ári í ungmennaflokki en er þegar farin að keppa í opnum flokki og meistaraflokkum.


Lið Grindavíkur - tilnefningar

A lið Pílufélags Grindavíkur, pílulið Grindavíkur 2021

A lið Pílufélags Grindavíkur varð Íslandsmeistari félagsliða í ár. Leikmenn liðsins hafa unnið fjöldan allan af íslandsmeistaratitlum í bæði einmenning sem og tvímenning.

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu, knattspyrnulið Grindavíkur 2021

Lið mfl. kvenna í knattspyrnu hafnaði í 6. sæti í 1. deild kvenna og þrátt fyrir að hafa verið spáð falli fyrir tímabilið. Liðið er mikið til skipað uppöldum leikmönnum sem sýndu mikinn karakter og baráttu í sumar.

Meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik, körfuknattleikslið Grindavíkur 2021

Lið mfl. kvenna í körfuknattleik sigraði í úrslitakeppni 1. deildar kvenna og tryggði sér sæti í efstu deild. Liðið er skipað ungum uppöldum leikmönnum sem hafa gripið tækifærið og bætt sig mikið á árinu.

Stúlknaflokkur í körfuknattleik, körfuknattleikslið Grindavíkur 2021

Stúlknaflokkur varð íslandsmeistari í sumar eftir að hafa aðeins tapað einum leik og unnið flesta leiki nokkuð örugglega. Liðið er skipað stúlkum sem hafa unnið fjölmarga titla í yngri flokkum.


Þjálfarar Grindavíkur - tilnefningar

Pálmar Guðmundsson, knattspyrnuþjálfari Grindavíkur 2021

Pálmar fagnaði á árinu 15 ára starfsafmæli sem þjálfari. Hann hefur sérhæft sig í þjálfun yngri leikmanna og tekur vel á móti yngstu og mikilvægustu leikmönnunum með reynslu, þekkingu og hugsjón.

Ólöf Helga Pálsdóttir, körfuknattleiksþjálfari Grindavíkur 2021

Ólöf Helga stýrði ungu og reynslulitlu liði mfl. kvenna til sigurs í úrslitakeppni 1. deildar kvenna sl. sumar. Liðið, sem bjó yfir frábærri liðsheild, bætti sig mikið á tímabilinu undir hennar stjórn.


Íþróttamenn Grindavíkur 1988-2007

1988 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur

1989 Sigurður H Bergmann, júdó

1990 Sigurður H Bergmann, júdó

1991 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur

1992 Sigurður H Bergmann, júdó

1993 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur

1994 Sigurður H Bergmann, júdó

1995 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur

1996 Guðmundur Bragason, körfuknattleikur

1997 Milan Stefán Jankovic, knattspyrna

1998 Helgi J Guðfinnsson, körfuknattleikur

1999 Grétar Ó Hjartarson, knattspyrna

2000 Ólafur Örn Bjarnason, knattspyrna

2001 Guðlaugur Eyjólfsson, körfuknattleikur

2002 Sinisa Kekic, knattspyrna

2003 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur

2004 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur

2005 Paul MacShane, knattspyrna

2006 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur

2007 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur

Íþróttakarlar Grindavíkur 2008-2021

2008 Páll A Vilbergsson, körfuknattleikur

2009 Þorleifur Ólafsson, körfuknattleikur

2010 Jósef Kristinn Jósefsson, knattspyrna

2011 Óskar Pétursson, knattspyrna

2012 Björn Lúkas Haraldsson, taekwondó

2013 Jóhann Árni Ólafsson, körfuknattleikur

2014 Daníel Leó Grétarsson, knattspyrna

2015 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur

2016 Alexander Veigar Þórarinsson, knattspyrna

2017 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur

2018 Ólafur Ólafsson, körfuknattleikur

2019 Jón Axel Guðmundsson, körfuknattleikur

2020 Matthías Örn Friðriksson, pílukast

2021 Matthías Örn Friðriksson, pílukast

Íþróttakonur Grindavíkur 2008-2021

2008 Jovana Stefánsdóttir, körfuknattleikur

2009 Elínborg Ingvarsdóttir, knattspyrna

2010 Helga Hallgrímsdóttir, körfuknattleikur

2011 Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, körfuknattleikur/knattspyrna

2012 Christine Buchholz, hlaup

2013 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur

2014 Guðrún Bentína Frímannsdóttir, knattspyrna

2015 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur

2016 Petrúnella Skúladóttir, körfuknattleikur

2017 Dröfn Einarsdóttir, knattspyrna

2018 Ólöf Rún Óladóttir, körfuknattleikur

2019 Hrund Skúladóttir, körfuknattleikur

2020 Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestaíþróttir

2021 Hekla Eik Nökkvadóttir, körfuknattleikur

Lið Grindavíkur 2020-2021

2020 Mfl. kvenna í knattspyrnu

2021 A lið Pílufélags Grindavíkur 

Þjálfari Grindavíkur 2020-2021

2020 Nihad Cober og Anton Ingi Rúnarsson, knattspyrna

2021 Ólöf Helga Pálsdóttir, körfuknattleikur

Myndir og frétt af grindavik.is