Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heimsþekktir lyftingaþjálfarar kenna í Keili um helgina
Þriðjudagur 7. febrúar 2012 kl. 09:04

Heimsþekktir lyftingaþjálfarar kenna í Keili um helgina

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verður mikið um að vera hjá Heilsuskóla Keilis um helgina þegar heimsþekktir lyftingaþjálfarar frá Bandaríkjunum kenna þar íslenskum þjálfurum ólympískar lyftingar.

Þetta eru þeir Bob Takano og Pat Cullen-Carroll. Bob æfði lyftingar af miklum krafti á árunum 1967 til 1988 og hóf þjálfun samhliða æfingunum. Frá 1988 hefur hans líf snúist um þjálfun lyftingafólks og að breiða út boðskap lyftinga. Árið 2005 hlaut hann þá viðurkenningu að vera heiðraður inní "the USA Weightlifting Hall of Fame" af sjálfum Arnold Schwarzenegger. Pat er gamalreyndur íþróttakennari og margreyndur styrktar- og lyftingaþjálfari og fyrirlesari. Hann hefur meðal annars séð um Sports Performance Coach námskeiðin hjá lyftingasambandi Bandaríkjanna ásamt að vera í þjálfara-/fræðslunefnd sömu samtaka. Pat hefur þjálfað lyftingar á öllum stigum, frá byrjendum upp í keppendur á alþjóðamótum.

Um 60 þjálfarar eru skráðir til þátttöku á námskeiðinu um helgina og þar á meðal eru fjórir CrossFit þjálfarar frá BodyPower í Reykjanesbæ en ólympískar lyftingar eru töluvert notaðar í CrossFit og það er nokkuð víst að það verður enginn fullnuma í ólympískum lyftingum.

Á meðfylgjandi mynd af Bob Takano að taka við viðurkenningunni frá Arnold Schwarzenegger.