Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heimsókn til Úlfanna
Föstudagur 19. október 2007 kl. 15:35

Heimsókn til Úlfanna

Knattspyrnumennirnir Sigurbergur Elísson og Viktor Gíslason munu á næstu dögum æfa með enska 1. deildarliðinu Wolverhamton Wanderers en þeir félagar eru á meðal efnilegustu leikmanna Keflavíkur um þessar mundir.

 

Þeir Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur og Valgeir Guðmundsson framkvæmdastjóri KSD Keflavíkur verða með í för og munu fylgjast með æfingum og skoða aðstæður hjá Úlfunum og jafnframt ræða við forráðamenn þar á bæ um hugsanlegt samstarf félaganna. 

 

Það þarf ekki að hafa mörg orð um Wolverhampton Wanderers sem er eitt fornfrægasta félag enskrar knattspyrnu. Undanfarin ár hafa þó verið heldur mögur hjá liðinu og síðustu tuttugu árin hefur það aðeins leikið eitt ár í efstu deild í Englandi. Liðið er nú í 7. sæti í næstefstu deild á Englandi. Þekktasti leikmaður liðsins undanfarin ár er líklega Joleon Lescott sem nú leikur með Everton og lék á dögunum sinn fyrsta landsleik fyrir England

 

Meðal þekktra leikmanna sem leikið hafa fyrir Wolves eru Billy Wright, John Richards, Kenny Hibbitt, Emlyn Hughes, Andy Gray, Steve Bull, Robbie Keane, Dennis Irwin og Paul Ince.

 

www.keflavik.is

 

VF-Mynd/ [email protected] - Sigurbergur Elísson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024