Heimsmeistari heimsótti júdófólk
Bardagafólk fengið góðar heimsóknir að undanförnu
Síðustu vikuna hafa bardagaíþróttafélögin í Reykjanesbæ fengið ótrúlega keppendur og þjálfara í heimsókn. Þeirra á meðal var fyrrum heimsmeistari í brazilian jiu jitsu sem hefur þjálfað marga af fremstu köppunum í UFC.
Í síðustu viku kom kóreski taekwondo landsliðsmaðurinn Subong Wi í heimsókn til taekwondo deildar Keflavíkur. Hann var á ferðalagi um landið og langaði að komast á æfingu í góðum taekwondo klúbbi og fyrirspurnir leiddu hann til Keflavíkur. Hann tók þar æfingu með hópnum og vakti mikla lukku að æfa með reyndari keppendum Keflavíkur. Subong hefur m.a. keppt fyrir hönd Kóreu á heimsmeistaramótum og unnið Ameríkumeistarann, heimsmeistarann og Ólympíumeistarann í sínum flokki. Hann er því í hópi allra bestu keppenda sem hafa nokkurn tímann komið til Íslands, hvað þá Keflavíkur. Kristmundur Gíslason keppandi og þjálfari hjá Keflavík, stefnir einmitt á Heimsmeistaramót fullorðna sem haldið verður í Kóreu í sumar og hann er í fullum undirbúningi fyrir það.
Nú fyrr í vikunni kom brazilian jiu jitsu svartbeltingurinn Patrck Welsh í heimsókn til judodeildarinnar. Patrick kemur úr einum þekktasta og besta MMA klúbbi heims, American Kickboxing Academy, og hefur hjálpað til við þjálfun margra bestu UFC kappa síðustu ára, og þar af eru fjórir heimsmeistarar í MMA. Hann er sjálfur fyrrum Ameríkumeistari og Heimsmeistari í brazilian jiu jitsu. Fjöldi iðkenda kom víðs vegar að m.a. frá Akureyri til að koma á æfinguna með honum og þóttist heppnast einkar vel.
Kóreski taekwondo landsliðsmaðurinn Subong Wi. Subong hefur m.a. keppt fyrir hönd Kóreu á heimsmeistaramótum og unnið Ameríkumeistarann, heimsmeistarann og Ólympíumeistarann í sínum flokki.
Patrick Welch kemur úr einum þekktasta og besta MMA klúbbi heims, American Kickboxing Academy, og hefur hjálpað til við þjálfun margra bestu UFC kappa síðustu ára, og þar af eru fjórir heimsmeistarar í MMA. Hann er sjálfur fyrrum Ameríkumeistari og Heimsmeistari í brazilian jiu jitsu.