Heimir tekur við GG
Heimir Daði Hilmarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnufélagið GG í Grindavík og mun hann þjálfa liðið á næsta tímabili. Heimir hefur verið formaður stjórnar GG ásamt því að vera leikmaður. Ray Anthony Jónsson og Scott Ramsay stýrðu liðinu síðustu tvö tímabil en Ray hefur tekið við þjálfun kvennaliðs Grindavíkur.