Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heimir Hallgríms þjálfaði Þróttara í dag
Heimir Hallgrímsson ásamt hressum knattspynrukrökkum úr Þrótti Vogum og Jóni Ásgeiri Þorvaldssyni, þjálfara hjá Þrótti.
Þriðjudagur 9. júní 2015 kl. 21:39

Heimir Hallgríms þjálfaði Þróttara í dag

aðstoðarlandsliðsþjálfarinn reimaði skó og gaf mikið af sér

Knattspyrnukrakkar í Þrótti Vogum fengu aldeilis skemmtilega heimsókn í dag þegar Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands, mætti á æfingu og þjálfaði hópinn ásamt Jóni Ásgeiri Þorvaldssyni, yngriflokka þjálfara hjá félaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Heimir lék á alls oddi á æfingasvæði Þróttar, stjórnaði æfingum, gaf mikið af sér og reimaði meira að segja skó hjá þeim sem þess þurftu og sýndi að þar fer maður með hjartað á réttum stað. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn eyddi 1 og hálfri klukkustund með krökkunum þrátt fyrir mikið annríki þessa dagana en A-landslið karla mætir Tékkum í gríðarlega mikilvægum leik á föstudagskvöldið.

Hvort að Heimir hafi mætt á svæðið til að njósna um efnilega leikmenn er ekki vitað að svo stöddu en ljóst er að efniviðurinn í Vogunum fékk heilmikið útúr heimsókn hans.

Á facebook síðu Þróttar er að finna þessa þakklætisyfirlýsingu:

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á hrós dagsins !!!

Knattspyrnudeild Þróttar þakkar Heimi landsliðsþjálfara kærlega fyrir að gefa sér tíma þrátt fyrir mikið annríki fyrir landsleikinn nk föstudag. Heimir heimsótti okkur í dag, gaf sér góðan tíma til að tala við krakkana, sjórnaði æfingum og horfði þess á milli. Heimir var hinn hressasti og við Þróttarar erum stútfullir af þakklæti enda gaf Heimir mikið af sér og gaf mörg brosin og minningu sem mun lifa lengi hjá krökkunum.