HEIMASIGUR Í FYRSTA MINNINGARLEIKNUM
Keflavíkurstúlkur sigruðu Grindavík 63-62 í minningarleik um Gunnhildi Líndal Arnbjörnsdóttur sem lést í bifreiðaslysi fyrir ári síðan.Hlutu þær veglegan farandbikar að launum sem gefinn er af foreldrum Gunnhildar og systkinum. Með báðum liðum léku nokkrir eldri leikmenn auk þess sem Grindvíkingar tefldu fram nýrri bandarískri stúlku Ycondu Hill en Tonya Sampson hvíldi hjá Keflvíkingum. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar þó í forystunni alltaf í forystunni. Grindvíkingar komust yfir á lokasekúndunum og virtust ætla að stela sigrinum en Anna María Sveinsdóttir tryggði Keflvíkingum sigurinn með 2 vítaskotum nokkrum sekúndubrotum fyrir leikslok. „Það var sætt að hitta úr vítunum og tryggja að þetta endaði eins og til var ætlast“ sagði Anna María er Víkurfréttir náðu af henni tali.