Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heimasigur hjá Grindavíkurpiltum
Laugardagur 17. desember 2005 kl. 17:58

Heimasigur hjá Grindavíkurpiltum

Grindvíkingar hrósuðu sigri gegn Skallagrími í Röstinni í dag, 92-89.

Leikurinn var hraður og skemmtilegur lengst af, en gestirnir úr Borganesi voru með frumkvæðið nær allan leikinn.

Jeremiah Johnson átti góðan leik fyrir heimamenn og gerði 30 stig, en Páll Axel Vilbergsson kom honum næstur með 20 stig.

Hjá Skallagrími var Jovan Zdravevski með 23 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024