Heimasigrar hjá Grindavík og Njarðvík
Grindavík og Njarðvík unnu góða heimasigra í Dominos-deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Njarðvík vann frábæra sigur á KR í Ljónagryfjunni, 88-77. Staðan var jöfn í hálfleik 40-40 en Njarðvíkingar voru sterkari í seinni hálfleik og unnu 11 stiga sigur.
Nigel Moore skoraði 22 fyrir Njarðvíkinga sem voru funheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Ágúst Orrason skoraði 18 stig í gær og flest þeirra komu úr þriggja stiga skotum. Elvar Már Friðriksson var besti maður vallarins en hann skoraði 17 stig, tók sex fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Líklega einn besti leikur Njarðvíkur á þessu keppnistímabili.
Grindvíkingar fóru létt með nýliðanna í Skallagrím á heimavelli, 107-65. Sigurinn var aldrei í hættu en Grindvíkingar unnu seinni hálfleikinn með 30 stigum. Stigaskor var mjög dreift hjá Grindvíkingum en hver einasti leikmaður á skýrslu komst á blað.
Samuel Zeglinski skoraði 20 stig, Sigurður Gunnar Þorsteinsson kom næstu emð 19 stig og Jóhann Árni Ólafsson kom í kjölfarið með 15 stig. Grindvíkingar eru efstir í deildinni með 28 stig og Njarðvík er í 7. sæti með 16 stig
Njarðvík-KR 88-77 (19-19, 21-21, 26-18, 22-19)
Njarðvík: Nigel Moore 22/8 fráköst, Ágúst Orrason 18, Elvar Már Friðriksson 17/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 12, Ólafur Helgi Jónsson 12/7 fráköst, Marcus Van 5/9 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.
Grindavík-Skallagrímur 107-65 (25-17, 24-20, 29-19, 29-9)
Grindavík: Samuel Zeglinski 20/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 19/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/7 fráköst/6 stolnir, Aaron Broussard 12/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8, Þorleifur Ólafsson 7/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 6, Jón Axel Guðmundsson 5/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 2, Einar Ómar Eyjólfsson 2.
Staðan í Dominos-deild karla:
1 Grindavík 17 14 3 1667 - 1459 28
2 Snæfell 17 13 4 1687 - 1502 26
3 Þór Þ. 16 11 5 1477 - 1356 22
4 Keflavík 16 11 5 1496 - 1430 22
5 Stjarnan 17 10 7 1594 - 1517 20
6 KR 17 9 8 1471 - 1472 18
7 Njarðvík 17 8 9 1481 - 1455 16
8 Skallagrímur 17 6 11 1365 - 1497 12
9 KFÍ 16 5 11 1424 - 1578 10
10 Tindastóll 16 5 11 1280 - 1371 10
11 Fjölnir 17 4 13 1414 - 1589 8
12 ÍR 17 4 13 1428 - 1558 8