Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heimamennirnir í vandræðum
Föstudagur 22. júní 2007 kl. 16:14

Heimamennirnir í vandræðum

Kylfingarnir Örn Ævar Hjartarson og Bjarni Sigþór Sigurðsson frá Golfklúbbi Suðurnesja lentu í smávægilegum vandræðum á heimvelli sínum Leiru í dag. Þriðja stigamót Kaupþings mótaraðarinnar í golfi fer nú fram á Hólmsvelli í Leiru þar sem Davíð Már Vilhjálmsson GKJ er í forystu á þremur höggum undir pari.

 

Örn Ævar lauk leik í dag á fjórum höggum yfir pari en Bjarni var á fimm yfir pari. Mótið heldur áfram alla helgina og lýkur á sunnudagskvöld.

 

VF-mynd/ [email protected]Bjarni lýkur hér keppni í dag og þakkar meðspilurum sínum fyrir hringinn. Bjarni er fyrir miðju á myndinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024