Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Heimamenn þjálfa Víði
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 3. desember 2020 kl. 09:45

Heimamenn þjálfa Víði

Víðismenn hafa ráðið nýja þjálfara fyrir knattspyrnulið sitt sem leikur í 3. Deild á næsta ári. Tveir gallharðir Víðismenn taka við liðinu.

Sigurður Elíasson, gallharður Víðismaður og Garðmaður er 32 ára og á að baki 88 leiki með Víði. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Þróttar í Vogum en þjálfaði á árinu lið GG.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnar Smárason, einnig fyrrverandi leikmaður Víðis með 65 leiki en hann hefur síðustu ár starfað sem yngri flokka þjálfari hjá Reyni/Víði og jafnfram yfirþjálfari yngri flokka.

Þeir félagar munu þjálfa liðið saman en það leikur í 3. deild á næsta ári.

Þeir Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antóníusson þjálfuðu Víði á nýliðnu keppnistímabili.