Heimaleikir á línuna
Þegar sjöunda umferð Dominos-deildarinnar fer af stað
Í kvöld fer fram sjöunda umferð í Dominos-deild karla í körfubolta en þá fara fram fjórir leikir. Suðurnesjaliðin þrjú eiga öll heimaleiki að þessu sinni en leikirnir hefjast allir klukkan 19:15. Það verður toppslagur í Grindavík þegar Stjarnan kemur í heimsókn. Njarðvík og KFÍ eru við botn deildarinnar en þau mætast í Njarðvík. Keflvíkingar taka svo á móti Skallagrími sem hafa komið nokkuð á óvart í byrjun tímabils og verma nú 5. sæti deildarinnar, og eru því einu sæti ofar en Keflvíkingar.
Njarðvík - KFÍ
Grindavík - Stjarnan
Keflavík - Skallagrímur
Klukkan 19:15.