Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Heimakletturinn“ hættur
Vestmanneyingurinn var oftar en ekki kallaður Heimakletturinn. [email protected]
Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 08:58

„Heimakletturinn“ hættur

Friðrik Stefánsson ákveður að segja það gott í körfunni

Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson hefur ákveðið að segja það gott í körfuboltanum og leggja skóna á hilluna góðu. Friðrik hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár og hefur að þeim sökum ákveðið að hætta.

Í samtali við vefsíðuna Karfan.is sagði Friðrik að skrokkurinn hreinlega væri að hruni kominn. „Þetta hófst svona fyrir alvöru fyrir ári síðan, ég hef meira og minna verið síðan þá að spila hnjaskaður að einhverju leyti.  Kálfi, ökkli, nári og þetta er allt svo byrjað að tengjast saman. Þannig að ég hreinlega verð bara að segja staðar numið í boltanum,“ sagði hinn 37 ára gamli Friðrik í samtali við Karfan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Friðrik hefur leikið með Njarðvík síðan árið 1998 en ferilinn hófst á æskuslóðunum í Vestmannaeyjum. „Þegar þetta er byrjað að hafa áhrif á mig í mínu daglega lífi og vinnunni þá held ég að sé bara nóg komið. Ég skil við liðið núna í fínum höndum. Það er komin einn vel kjötaður í teiginn til að taka við keflinu og ég er þokkalega sáttur við minn feril,“ sagði Friðrik í viðtalinu.