Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heilsu- og forvarnarvika hefst í dag
Mánudagur 27. september 2010 kl. 13:10

Heilsu- og forvarnarvika hefst í dag


Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ hefst í dag og stendur til 3. október n.k. en verkefnið er liður í heilsu- og forvarnarstefnu Reykjanesbæjar.

Markmið vikunnar er að efla vitund starfsmanna og allra bæjarbúa um heilsu og forvarnir og taka flestar stofnanir bæjarins þátt sem og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu.

Dagskrá heilsu- og forvarnarvikunnar hefur aldrei verið viðameiri að sögn skipuleggjenda og má þar nefna uppákomur í leikskólum, stafagöngu, heilsumælingar, opin hús, geðræktargöngu Bjargarinnar, skákmót, heilsuráðgjöf, hjólaferð og hlaupaþjálfun en að auki verður boðið upp á fjölda fróðlegra fyrirlestra s.s. fyrirlestur íþróttamannsins Loga Geirssonar, Klemenz Sæmundssonar og heilsufræðingsins Matta Ósvald.

Dagskrá Heilsu- og forvanarvikunnar má finna á slóðinni reykjanesbaer.is/heilsu- og forvarnarvika en einnig verður fjallað um viðburði á Facebook hjá Reykjanesbæ.

Reykjanesbær hvetur alla bæjarbúa til þátttöku í Heilsu- og forvarnarviku með það að markmiðið að fræðast og hafa gaman.


Hér er hægt að nálgast dagskrá Heilsu- og forvarnarvikunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/pket - Boðið er upp á fjölbreytta dagkskrá í heilsuvikunni. Þessi mynd er frá síðustu heilsuviku þar sem gestir Vatnaveraldar nutu ljóðalesturs á meðan þeir létu líða úr sér í heita pottinum.