Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Heilladísirnar hafa yfirgefið Grindavík
Grindvíkingar fá á sig fyrra mark Víkings í kvöld. Sólin beint í augun og Kristijan Jajalo kemur engum vörnum við. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 31. júlí 2017 kl. 22:09

Heilladísirnar hafa yfirgefið Grindavík

Svo virðist sem heilladísirnar hafi yfirgefið Grindavík, sem í kvöld tapaði þriðja leik sínum í röð í Pepsi-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Grindvíkingar tóku á móti Víkingi Reykjavík. Gestirnir fóru með 1:2 sigur af hólmi.
 
Fyrri hálfleikur var markalaus en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 69. mínútu. Markið skoraði Vladimir Tufegdzic og fagnaði því vel og innilega með því að hlaupa til ljósmyndara Víkurfétta og brosa í myndavélina. Ívar Örn Jónsson bætti við öðru marki Víkinga úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Grindvíkingar voru mjög ósáttir við vítaspyrnudóminn.
 
Heimamenn klóruðu í bakkann í uppbótartíma þegar markamaskínan Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt ellefta mark í deildinni af stuttu færi. Lengra komust Grindvíkingar ekki í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024