Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heil umferð í Landsbankadeild karla í kvöld
Fimmtudagur 24. maí 2007 kl. 09:48

Heil umferð í Landsbankadeild karla í kvöld

Keflavík heimsækir Breiðablik á Kópavogsvöll í kvöld í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og hefst leikurinn kl. 19:15. Leikin verður heil umferð í kvöld og þá munu Grindvíkingar mæta KA fyrir Norðan í 1. deild karla og hefst sá leikur kl. 19:15.

 

Keflavík og Breiðablik mættust tvívegis í deildinni á síðustu leiktíð:

 

Fyrri leikur liðanna fór fram þann 28. júní á Keflavíkurvelli þar sem heimamenn fóru með 5-0 sigur af hólmi. Mörk Keflavíkur í leiknum gerðu þeir Stefán Örn Arnarson, 2 mörk og Baldur Sigurðsson 2 mörk og Símun Samuelsen gerði eitt mark.

 

Annar leikur liðanna fór fram á Kópavogsvelli þann 23. september þar sem Blikar höfðu 2-1 sigur. Mark Keflavíkur reyndist sjálfsmark hjá Blikum en hjá heimamönnum skoruðu þeir Arnar Grétarsson og Magnús Páll Gunnarsson sitt markið hvor.

 

Aðrir leikir kvöldsins í Landsbankadeildinni:

 

19:15 FH-HK

19:15 ÍA-FRAM

19:15 Víkingur-Fylkir

20:00 Valur-KR

 

Grindvíkingar eru efstir í 1. deild karla þegar tveimur umferðum er lokið. Grindavík lagði Stjörnuna 3-1 í fyrsta leik á útivelli og tóku svo á móti Leikni á Grindavíkurvelli og höfðu þar 2-0 sigur.

 

1. deild karla

19:15 KA-Grindavík

20:00 Stjarnan-Fjölnir

 

VF-mynd/ [email protected] - Baldur Sigurðsson í baráttunni gegn Blikum á síðustu leiktíð. Baldur gerði tvö mörk í 5-0 sigri Keflavíkur á Breiðablik í fyrra.

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024