Heil umferð í kvennakörfunni í kvöld
Nóg verður um að vera í íþróttahúsum Suðurnesja í kvöld þegar heil umferð verður leikin í 1. deild kvennakörfunnar. Keflavík, Grindavík og Njarðvík eiga öll heimaleiki en leikirnir hefjast allir á sama tíma eða kl. 19:15.
Í Sláturhúsinu mæstast Keflavík og ÍS en þegar liðin mættust síðast í deildinni höfðu Stúdínur betur, 64-48, í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Grindavíkurstúlkur fá Hauka í heimsókn og vilja örugglega hefna ófaranna úr Laugardalshöll þar sem Haukar hömpuðu Bikarmeistaratitlinum.
Botnslagurinn verður svo háður í Ljónagryfjunni þar sem Njarðvíkurstúlkur fá KR í heimsókn en til þess að Njarðvíkurstúlkur eigi möguleika á því að komast í úrslitakeppnina þurfa Haukar að tapa öllum sínum leikjum sem eftir eru og Njarðvík að vinna alla sína. Langsótt þar sem Haukar eiga eftir að leika gegn botnliði KR á Ásvöllum en það getur allt gerst í körfuboltanum.