Heil umferð í kvennaboltanum í kvöld
Suðurnesjaliðin þrjú í IE-deild kvenna í körfuknattleik leika öll í kvöld í 17. umferð deildarinnar. Keflavík heimsækir Hamar í Hveragerði, Grindavík mætir KR í DHL-höllinni og Njarðvík mætir Haukum á Ásvöllum.
Keflavík og Hamar leika í A-riðli deildarinnar. Keflavík er með 10 unna leiki, 6 tapaða og 20 stig. Hamar er skammt undan með 9 sigurleiki, 7 tapleiki og 18 stig.
Grindvíkurstúlkur þurfa að taka vel á því gegn KR sem hefur aðeins tapað einum leik í vetur en það var gegn Keflavík. Grindavík hefur tapað fimm leikjum í þeim 16 umferðum sem liðnar eru.
Haukar eru efstir í B-riðli með 8 sigurleiki og jafnmarga tapleiki. Njarðvík hefur unnið sex leiki og tapað 10.