Heil umferð í kvennaboltanum í dag
Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í dag og hefjast þeir allir kl. 16:00. Grindavík mætir Hamri í Hveragerði og Keflavík heimsækir botnlið Fjölnis í Grafarvoginn. Þá eigast við KR og Haukar í DHL-Höllinni í Vesturbænum.
Keflavík situr á toppi deildarinnar með 28 stig og geta aukið við forystu sína með sigri í dag en bæði KR og Grindavík hafa 26 stig í 2.-3. sæti deildarinnar. Haukar hafa svo 22 stig í 4. sæti.
Marín Rós Karlsdóttir annar tveggja fyrirliða Keflavíkur er líkast til með slitið krossband í hné og því má gera ráð fyrir að hún leiki ekki meira með Keflavík í vetur. Þar með heltis enn úr lest Jóns Halldórs Eðvaldssonar þar sem Bryndís Guðmundsdóttir er meidd og Svava Ósk Stefánsdóttir á von á barni.