Heil umferð í IE deild karla í kvöld
Heil umferð er í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en allir leikir byrja kl. 19:15. Það er heldur betur spenna að færast í deildina þar sem hún er mjög þröng á toppnum. Snæfell og Grindavík sitja á toppnum með 24 stig en þeim á eftir koma Keflavík og KR með 22 stig. Þessi fjögur lið skera sig úr og eru nokkuð örugg í topp fjórum.
Í kvöld mæta Keflavíkingar í Frostaskjól og taka á KR en sá slagur er mikilvægur fyrir Keflavík þar sem þessi lið eru jöfn á stigum. Grindavík mætir svo í Breiðholtið til að taka á liði ÍR en ef Grindavík ætlar að halda sér á toppnum þarf það sigur, það er klárt mál. Njarðvíkingar mæta svo í Hveragerði til að spila við lið Hamars sem eru eldreiðir eftir risastórt tap hér í Keflavíkinni í síðustu viku.
Skemmtilegt kvöld framundan og hvetjum við stuðningsmenn sinna liða að láta sjá sig en það er ekki svo stutt í úrslitakeppnina svo hvert stig telur.
[email protected]