Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heil umferð í 2. deild
Þriðjudagur 1. ágúst 2006 kl. 10:43

Heil umferð í 2. deild

Leikin verður heil umferð í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Á Njarðvíkurvelli taka heimamenn á móti Völsungi en Njarðvíkingar eru á toppi 2. deildar með 30 stig. Leikurinn hefst kl. 19:00.

Sandgerðingar halda í enn eitt ferðalagið þegar þeir heimsækja Huginn á Seyðisfirði. Reynismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 25 stig og berjast nú hart fyrir því að koma sér upp um deild. Leikurinn á Seyðisfjarðarvelli hefst kl. 19:00.

Umferðin í kvöld er sú þrettánda í deildinni og að henni lokinni eru aðeins fimm umferðir eftir og er útlitið gott fyrir Njarðvíkinga í toppsætinu þó sæti þeirra í 1. deild sé hvergi nærri orðið öruggt. Sigur í kvöld myndi þó færa annan fót þeirra upp um deild.

Staðan í deildinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024