Heiður og Helgi vörðu klúbbmeistaratitlana
Meistaramóti Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) lauk á Kálfatjarnarvelli á laugardag en það hófst miðvikudaginn 26. júní. Mótið heppnaðist einstaklega vel og veðrið lék við kylfinga á lokadegi en smá gola var á öðrum og þriðja degi.
Klúbbmeistarar GVS árið 2024 eru Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson en bæði voru þau ríkjandi klúbbmeistarar.
Meistaraflokkur karla
1. sæti: Helgi Runólfsson, 287 högg (73-73-72-69)
2. sæti: Jóhann Hrafn Sigurjóns-son, 307 högg (74-76-81-76)
3. sæti: Ívar Örn Magnússon, 310 högg (73-79-77-81)
Meistaraflokkur kvenna
1. sæti: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, 337 högg (79-87-85-86)
2. sæti: Oddný Þóra Baldvinsdóttir, 385 högg (99-109-89-88)
1. flokkur karla
1. sæti: Birgir Heiðar Þórisson, 376 högg (88-96-98-94)
2. sæti: Valgeir Helgason, 390 högg (93-101-100-96)
3. sæti: Sigurður Jón Sveinsson, 394 högg (91-99-99-105)
1. flokkur kvenna
1. sæti: Guðrún Egilsdóttir, 386 högg (94-101-97-94)
2. sæti: Agnese Bartusevica, 396 högg (89-115-93-99)
3. sæti: Hrefna Halldórsdóttir, 406 högg (97-105-106-98)
2. flokkur karla
1. sæti: Hafliði Sævarsson, 389 högg (91-102-103-93)
2. sæti: Hilmar E Sveinbjörnsson, 393 högg (101-97-97-98)
3.sæti: Orri Hjörvarsson, 396 högg (90-95-111-100)
Öldungaflokkur
1. sæti: Húbert Ágústsson, 349 högg (90-84-90-85)
2. sæti: Reynir Ámundason, 356 högg (86-89-87-94)
3. sæti: Ríkharður Sveinn Bragason, 360 högg (84-93-93-90)
Opinn flokkur punktakeppni
1. sæti: Natalía Ríkharðsdóttir, 83 punktar (22-27-34)
2. sæti: Agnes Kragh Hansdóttir, 83 punktar (26-29-28)
3. sæti: Páll Skúlason, 72 punktar (27-22-23)