Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heiður og Helgi vörðu klúbbmeistaratitlana
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson, klúbbmeistarar GVS 2024.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 6. júlí 2024 kl. 07:00

Heiður og Helgi vörðu klúbbmeistaratitlana

Meistaramóti Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) lauk á Kálfatjarnarvelli á laugardag en það hófst miðvikudaginn 26. júní. Mótið heppnaðist einstaklega vel og veðrið lék við kylfinga á lokadegi en smá gola var á öðrum og þriðja degi.

Verðlaunahafa meistaramót GVS 2024.

Klúbbmeistarar GVS árið 2024 eru Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson en bæði voru þau ríkjandi klúbbmeistarar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Meistaraflokkur karla

1. sæti: Helgi Runólfsson, 287 högg (73-73-72-69)
2. sæti: Jóhann Hrafn Sigurjóns-son, 307 högg (74-76-81-76)
3. sæti: Ívar Örn Magnússon, 310 högg (73-79-77-81)

Meistaraflokkur kvenna

1. sæti: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, 337 högg (79-87-85-86)
2. sæti: Oddný Þóra Baldvinsdóttir, 385 högg (99-109-89-88)

1. flokkur karla

1. sæti: Birgir Heiðar Þórisson, 376 högg (88-96-98-94)
2. sæti: Valgeir Helgason, 390 högg (93-101-100-96)
3. sæti: Sigurður Jón Sveinsson, 394 högg (91-99-99-105)

1. flokkur kvenna

1. sæti: Guðrún Egilsdóttir, 386 högg (94-101-97-94)
2. sæti: Agnese Bartusevica, 396 högg (89-115-93-99)
3. sæti: Hrefna Halldórsdóttir, 406 högg (97-105-106-98)

 2. flokkur karla

1. sæti: Hafliði Sævarsson, 389 högg (91-102-103-93)
2. sæti: Hilmar E Sveinbjörnsson, 393 högg (101-97-97-98)
3.sæti: Orri Hjörvarsson, 396 högg (90-95-111-100)

Öldungaflokkur

1. sæti: Húbert Ágústsson, 349 högg (90-84-90-85)
2. sæti: Reynir Ámundason, 356 högg (86-89-87-94)
3. sæti: Ríkharður Sveinn Bragason, 360 högg (84-93-93-90)

Opinn flokkur punktakeppni

1. sæti: Natalía Ríkharðsdóttir, 83 punktar (22-27-34)
2. sæti: Agnes Kragh Hansdóttir, 83 punktar (26-29-28)
3. sæti: Páll Skúlason, 72 punktar (27-22-23)