Heiðrún og Bjarni Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2018
Glímufólkið Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Bjarni Darri Sigfússon úr UMFN voru kjörin Íþróttafólk Reykjanesbæjar 2018 en greint var frá því í sérstöku hófi sem haldið var í íþróttahúsi Njarðvíkur á gamlársdag.
Heiðrún Fjóla og Bjarni Darri náðu glæsilegum árangri í glímu og bardagaíþróttum á árinu en þau eru bæði í glímudeild Ungmennafélags Njarðvíkur.
Eftirtaldir voru valdir í einstökum greinum: (Ekki voru allir mætir á afhendinguna)
Akstursíþróttafólk ársins: Sigríður Alma Ómarsdóttir - Ragnar Bjarni Gröndal
Blakfólk ársins: Auður Eva Guðmundsdóttir - Kristinn Rafn Sveinsson
Hestamaður ársins: Ásmundur Ernir Snorrason
Hnefaleikafólk ársins: Hildur Ósk Indriðadóttir - Björn Snævar Björnsson
Vélíþróttamaður ársins: Aron Ómarsson
Íþróttafólk fatlaðra: María Ragnhildur Ragnarsdóttir - Már Gunnarsson
Fimleikafólk ársins: Alísa Rún Andrésdóttir - Atli Viktor Björnsson
Knattspyrnufólk ársins: Natasha Moraa - Hólmar Örn Rúnarsson
Körfuknattleiksfólk: Thelma Dís Ágústsdóttir - Hörður Axel Vilhjálmsson
Skotmaður ársins: Magnús Guðjón Jensson
Sundfólk ársins: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir - Þröstur Bjarnason
Taekwondofólk ársins: Dagfríður Pétursdóttir - Ágúst Kristinn Eðvarðsson
Glímufólk ársins: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir - Bjarni Darri Sigfúson
Júdófólk ársins: Heiðrún Fjóla Pálsdóttir - Ingólfur Rögnvaldsson
Kraftlyfingafólk ársins: Íris Rut Jónsdóttir - Halldór Jens Vilhjálmsson
Lyftingafólk ársins í Ól.lyftingum: Katla Björk Ketilsdóttir - Emil Ragnar Ægisson
Þríþrautafólk ársins: Guðlaug Sveinsdóttir - Tomasz Bogdansson Trojanowski