Heiðrún og Ægir júdófólk ársins
Um liðna helgi fór fram jólamót Sleipnis sem júdódeild UMFN heldur. Á mótinu var besta og efnilegasta fólk júdódeildarinnar tilnefnt auk þess sem keppt var í glímu og júdó.
Ægir Már Baldvinsson var valinn júdókarl ársins þar sem hann er Íslandsmeistari í flokki 15-17 ára, 18-20 ára og í fullorðinsflokki. Hann varð annar á Íslandsmótinu í Brazilian jiu jitsu og einnig á Íslandsmótinu í glímu. Í vor varð hann Evrópumeistari í tveimur greinum keltneskra fangbragða þ.e. backhold og Gouren.
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir var valin júdókona ársins eftir að hafa lent í þrálátum meiðslum þá varð hún Íslandsmeistari unglinga í júdó og varð þriðja á Íslandsmeistaramótinu í backhold í tveimur þyngdarflokkum. Hún hefur einnig setið í stjórn deildarinnar og einnig er hún aðal unglingaþjálfari deildarinnar.
Að þessu sinni var Gunnar Gustav Logason varlinn efnilegastur hjá félaginu. Gunnar er aðalþjálfari yngri flokka og stjórnarmaður í júdódeild UMFN. Gunnar hefur unnið til verðlauna erlendis sem og innanlands í glímu og júdó. Hann fótbrotnaði illa í vor en var kominn á fætur og farinn að keppa í ágúst.
Keppt var í aldursflokkum. Í yngsta gólfglímu flokki sigruðu þeir Bjarni Vignisson og Matthías Ingi sinn flokk. Í flokki 10 ára og yngri sigraði Sigmundur Þrastarson og í öðru sæti varð Davíð Vésteinsson. Í þriðja varð Stefán Steinn Björgvinsson. Í flokki 11-12 ára varð Luka Bosnjak í öðru sæti og Jóhannes Pálsson varð í því fyrsta. Í flokki 13-16 ára varð Gabríel Ari í þriðja sæti, Jóel Reynir í öðru sæti og Gunnar Örn Guðmundsson sigraði flokkinn. Í fullorðinsflokki keppti Gunnar Örn og hreppti þriðja sætið eftir harða keppni, Hrafnkell varð í öðru sæti og Gunnar Gustav Logason varð meistari í þetta sinn.