Heiðrún Fjóla og Bjarni Darri íþróttafólk UMFN
Árleg uppskeruhátíð UMFN fór fram í gærkvöldi. Þetta kvöld er tileinkað öllum sem stunda íþróttir hjá UMFN og félagið verðlaunar alla þá sem standið hafa sig afar vel fyrir félagið og þykja fremst í sinni íþróttagrein. Íþróttafólk UMFN árið 2018 er Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Bjarni Darri Sigfússon.
Hver deild valdi innbyrðis eina konu og einn karl sem stóðu sig best í sinni grein á árinu og úr þeim var valið íþróttafólk UMFN 2018.
Í ár voru margir framúrskarandi en aðeins þau tvö sem hver grein valdi eiga möguleika á því að vera valið íþróttafólk 2018.
„UMFN er afar heppið að eiga mikið af framúrskarandi íþróttafólki í nánast öllum greinum í íslensku íþróttalífi og félagið stækkar með hverju ári þökk sé ykkur hvort sem þið eruð stuðningsmenn, sjálfboðaliðar, iðkendur, foreldrar eða þjálfarar þið spilið öll mikilvægt hlutverk og gerið félagið okkar betra,“ segir Ólafur Eyjólfsson formaður UMFN á heimasíðu félagsins.
Hér eru verðlaunahafarnir úr hverri grein
Fyrir Körfuknattleiksdeild:
Maciej Baginski
Vilborg Jónsdóttir
Fyrir Júdódeild: glíma
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir
Bjarni Darri Sigfússon
Fyrir Júdódeild: júdó
Ingólfur Rögnvaldsson
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir
Fyrir Sunddeild:
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir
Fannar Snævar Hauksson
Fyrir Knattspyrnudeild:
Magnús Þór Magnússon
Fyrir Þríþrautardeild
Guðlaug Sveinsdóttir
Tomasz Bogdansson Trojanowski
Fyrir Kraftlyftingardeild MASSI:
Halldór Jens Vilhjálmsson
Íris Rut Jónsdóttir
Fyrir Ólympískar lyftingar MASSI:
Katla Björk Ketilsdóttir
Emil Ragnar Ægisson