Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heiðrún Evrópumeistari í fimleikum
Heiðrún er hér hægra megin á myndinni.
Mánudagur 22. október 2012 kl. 08:48

Heiðrún Evrópumeistari í fimleikum

Kvennalandsliðið í hópfimleikum varð um helgina Evrópumeistari og varði þar með titil sinn frá því fyrir tveimur árum. Meðal sigurvegaranna er Keflvíkingurinn Heiðrún Rós Þórðardóttir en hún stundar fimleika með Gerplu í Reykjavík.

Heiðrún varð einnig í fyrra Norðurlandameistari með liði sínu, Ollerup í fyrra. Ollerup er fimleikaskóli í Danmörku en hún stundaði nám þar í fyrra sem skiptinemi. Þá varð hún einnig Danmerkurmeistari með liðinu þegar hún var þar við nám.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024