Heiðarskóli vann Skólahreysti – Holtaskóli í öðru sæti
Heiðarskóli stóð uppi sem sigurvegari Skólahreysti 2023 þegar keppt var til úrslita í Laugardalshöll í dag. Holtaskóli hafnaði í öðru sæti.
Eftir átta keppnir í undanriðlum kepptu tólf skólar til úrslita; Álfhólsskóli, Flóaskóli, Garðaskóli, Heiðarskóli, Holtaskóli, Hvolsskóli, Lágafellsskóli, Laugalækjarskóli, Lundarskóli, Stapaskóli, Vallaskóli og Varmahlíðarskóli. Átta sigurvegarar undanriðlana unnu sér beint rétt í úrslit auk fjögurra uppbótarskóla.
Heiðarskóli vann þrjár greinar af fimm í dag; Alísa Myrra varð þriðja í armbeygjum og þriðja í hangi, Guðlaug Emma Erlingsdóttir og Sigurpáll Magni Sigurðsson unnu hraðaþrautina á tímanum 2:09 og þá gerði Jón Ágúst Jónsson sér lítið fyrir og tók 52 upphífingar og 49 dýfur.
Það liggur því ljóst fyrir að sterkustu ungmennin koma af Suðurnesjum.