Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti
Heiðarskóli sigraði í Skólahreysti sem sýnd var í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Keppendur Heiðarskóla settu tvö Íslandsmet í kvöld.
Keppendur Heiðarskóla, þau Soffía, Eyþór, Ása og Guðni settu Íslandsmet í upphýfingum og hraðaþraut og unnu sig upp úr 5. sæti í það efsta. Gríðarlegur áhugi var fyrir keppninni í allan vetur og margir skólar sem tóku þátt. Árangur Heiðarskóla er því frábær.