Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Heiðarskóli og Holtaskóli mætast í úrslitum Skólahreysti
Sigurlið Holtaskóla frá því í fyrra.
Fimmtudagur 15. maí 2014 kl. 08:16

Heiðarskóli og Holtaskóli mætast í úrslitum Skólahreysti

Skólar frá Reykjanesbæ fagnað sigri frá 2010

Tveir skólar úr Reykjanesbæ, Heiðarskóli og Holtaskóla, eru í hópi tólf liða sem mætast í úrslitum í Skólahreysti sem fara fram föstudaginn 16. maí í Laugardalshöll.

Mikil hefð er fyrir Skólahreysti í báðum skólum en frá árinu 2010 hafa þessir skólar fagnað sigri í keppninni. Fyrst Heiðarskóli árið 2010 og síðan hefur Holtaskóli sigrað þrívegis í röð, sem er hreint magnaður árangur. Holtaskóli hefur farið átta sinnum í úrslit og þrívegis hampað titlinum, árin 2011, 2012 og 2013. Heiðarskóli hefur farið sjö sinnum í úrslit og unnu árið 2010.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skólarnir sem keppa til úrslita auk Heiðarskóla og Holtaskóla eru: Fellaskóli Fellabæ, Grundaskóli á Akranesi, Grunnskólinn á Þingeyri, Hvolsskóli á Hvolsvelli, Lágafellsskóli í Mosfellsbæ, Síðuskóli á Akureyri, Seljaskóli í Reykjavík, Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi, Vallaskóli á Selfossi og Varmahlíðarskóli.

Keppendur úr Reykjanesbæ

Keppendur Heiðarskóla eru þau: Andri Már Ingvarsson sem tekur upphífingar og dýfur, Arnór Elí Guðjónsson sem keppir í hraðaþraut, Elma Rósný Arnarsdóttir fer í armbeygjur og hreystigreip og Katla Rún Garðarsdóttir keppir í hraðaþraut. Helena Jónsdóttir er íþróttakennari í Heiðarskóla.

Keppendur Holtaskóla eru þau: Aleksei Voronin sem tekur upphífingar og dýfur, Eggert Gunnarsson keppir í hraðaþraut, Kolbrún Júlía Newman tekur armbeygjur og hreystigreip og Tinna Björk Guðmundsdóttir keppir í hraðaþraut. Einar Guðberg Einarsson er íþróttakennari í Holtaskóla.

Það verður gríðarleg spenna í Laugardalshöll á föstudag. Frítt er inn í Laugardalshöll og eru allir velkomnir. Landsbankinn veitir nemendafélög þriggja efstu skólanna vegleg peningaverðlaun. Keppendur sigurliðsins fá einnig vegleg verðlaun. Þá stendur bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni og geta áhorfendur sent inn myndir merktar #skolahreysti. Bestu og frumlegustu myndirnar verða  verðlaunaðar. RÚV sýnir beint frá keppninni á föstudag og hefst útsending kl. 19.40.

Heiðarskóli fagnar sigri sínum árið 2010.